Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. júní 2021 18:35 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinum. Vísir/Egill Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“ Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“
Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira