Við tökum barnaníð alvarlega Þóra Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:00 Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun