Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 19:46 Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana. Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent