Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu virðist nóttin hafa verið róleg.
Þó var tilkynnt um mjög ölvaðan mann sem var til vandræða í miðbænum. Er hann sagður hafa verið ógnandi við vegfarendur og meinaði fólki að fara inn á veitingastaði. Viðræður við manninn báru ekki árangur sökum ástands hans og var hann vistaður í fangageymslu.