Forysta í verki Jóhannes Stefánsson skrifar 4. júní 2021 07:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jóhannes Stefánsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun