„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er ekki búinn að halda upp á tvítugsafmælið sitt en var með 20 stig og 11 fráköst á erfiðum útivelli í gær. S2 Sport Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti