Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 15:31 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í gær. vísir/Bára Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31