Barnið var í heimsókn hjá nánum ættingja sem átti hundana tvo þegar þeir réðust á það. Norska ríkisútvarpið NRK segir að lögreglu hafi borist tilkynning um atburðinn upp úr hádegi í gær.
Rannsókn stendur yfir á dauða barnsins en ekki hefur verið greint frá af hvað tegund hundarnir voru. Lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar um atburðarásina og aðstæður þegar hundarnir réðust á barnið.
Eigandi hundanna fór fram á að þeir yrðu aflífaðir og var að gert þegar í gærkvöldi.