„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 11:30 Þórsarar eru komnir í 2-1 í einvígi sínu við Stjörnuna og geta klárað dæmið með sigri í Garðabæ á miðvikudaginn. Ef Stjarnan vinnur mætast liðin í oddaleik næsta laugardagskvöld. vísir/bára Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti