„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 11:30 Þórsarar eru komnir í 2-1 í einvígi sínu við Stjörnuna og geta klárað dæmið með sigri í Garðabæ á miðvikudaginn. Ef Stjarnan vinnur mætast liðin í oddaleik næsta laugardagskvöld. vísir/bára Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira