„Ekki bara einhver djöfulskapur hjá ungmennum að vaka fram eftir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 11:11 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti nýtt tilraunaverkefni um að seinka grunnskóladeginum. Vísir/Vilhelm Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði þar að rannsóknir sýni að ekki bara börn, heldur Íslendingar allir, sofi of lítið. Það sé þó sérstaklega áberandi hjá unglingum. „Það tengist því að líkamsklukka fólks þegar það er á vissum aldri byrjar að framleiða hið náttúrulega svefnhormón seinna á kvöldin en fullorðnir. Þannig að það er ekki bara einhver djöfulskapur hjá unglingum að vaka fram eftir, eða fara seint að sofa, líkaminn er í raun þannig gerður að það gerist,“ sagði Dagur. Hann segir að fyrir vikið sofi unglingar styttra en þau þurfa þar sem þeir þurfi að sofa lengur en fullorðið fólk. „Þannig að við erum í smá klemmu með þetta og það sem við höfum áhuga á að gera er að prófa að gera rannsókn og bera saman skóla sem hefja kennslu aðeins seinna. Það þarf ekki að vera á hádegi, það getur þess vegna verið klukkan níu, til þess að skoða muninn á þeim og skólum sem gera það ekki og svo ætlum við að setja inn fræðslu um mikilvægi svefns og vita hvort það skili líka einhverju,“ sagði Dagur. Telur að seinkunin muni gjörbreyta skólastarfi Tilraunarskólunum verður skipt í fjóra hópa: Þeir sem hefja kennslu á hefðbundnum tíma, þeir sem færa kennsluna og svo skólar sem fá fræðslu um svefn og sem fá ekki slíka fræðslu. Dagur segir mikilvægt að muna hve mikil áhrif svefn hafi á líðan fólks, bæði barna, ungmenna og fullorðinna. „Það munar um hálftíma í svefni og ef að svefn væri lyf þá gæti innihaldslýsingin verið alveg svakaleg: aukin einbeiting, aukinn námsárangur, bætt líðan, minni hætta á þunglyndi og kvíða. Hjá unglingum getur nægur eða langur svefn flýtt fyrir þroska á ákveðnum stöðum í heilanum, tilfinningaþroska og slíku og hjá hinum fullorðnu þá tengist fullur svefn betra geðslagi, þú átt betra með að tengjast öðrum, ert minna þreyttur og utan við þig yfir daginn, þú einbeitir þér betur og kynorkan er meiri.“ Dagur segist sannfærður um það að seinkun skóladagsins muni gjörbreyta skólastarfinu. Þá sé borgin opin fyrir því að fleiri skólar, sem ekki verða valdir til þess að taka þátt í verkefninu, færi skóladaginn. „Ég er sjálfur orðinn býsna sannfærður um það að þetta sé málið, að þetta sé mjög skynsamlegt og þess vegna munum við vera mjög opin fyrir því ef að skólar munu vilja fara af stað í miklu stærri hópum en rannsóknin kallar á,“ segir Dagur. Hugsa þarf fyrir ýmsu Dagur segir þó að það þurfi að stíga varlega til jarðar til þess að hægt verði að hugsa fyrir öllu, til dæmis því að foreldrar sumra barna hefji vinnudaginn sinn fyrr á morgnana. „Við vitum líka að líf fólks og dagleg rútína er nokkuð flókið mál þannig að við þurfum að hugsa þetta svolítið í lausnum. Getur verið að í hverjum skóla, þó að það sé góð hugmynd að krakkarnir mæti aðeins seinna, séu foreldrar sem eru í þannig vinnu eða í þannig aðstæðum að þeir þurfi að fara miklu fyrr af stað. Eigum við að hafa þá einhvers konar skólafrístund eða aðstoð við heimanám eða eitthvað annað sem byrjar um áttaleitið, jafnvel þó að skólarnir byrji um níu?“ Hann segir örugglega þurfa að hugsa fyrir enn fleiri hlutum. „Þess vegna held ég að það sé farsælla að við gerum þetta í einhverjum skrefum, að við gerum þetta vel og fylgjumst með niðurstöðunni þannig að við fáum þá upplýsingar um hvort að hálftími eða klukkutími séu nóg. Fyrir vikið held ég að við náum fram umræðu almennt um mikilvægi svefns, það að fara fyrr í háttinn og það gildir líka fyrir fólk almennt, ekki bara fyrir unglinga og börn,“ segir Dagur. Breytingin gæti skilað sér í sveigjanlegri vinnudegi hjá kennurum Hann segir breytinguna einnig opna möguleika um sveigjanlegri vinnutíma hjá kennurum. Ekki megi gleyma því að þó svo að breytingin myndi færa vinnudag þeirra vinni kennarar mikla undirbúningsvinnu utan skólatíma en að með breytingunni gætu þeir unnið þá vinnu áður en kennsla hæfist á morgnanna. „Að þú getir mætt klukkan átta af því að kennarar vinna líka fullt af undirbúningstíma og svo framvegis. Þannig að þú gætir sinnt honum á milli átta og níu en gætir líka valið að sinna honum eftir þína hefðbundnu kennslu. Þarna gæti opnast einhver möguleiki á meiri sveigjanleika inni í skólunum og kannski væru einhverjir sem væru tilbúnir að standa vaktina í einhvers konar heimanámsaðstoð fyrir hefðbundna kennslu,“ segir Dagur. Dagur segir líklegt að seinkunin muni skila sér í betri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá unglingum.Vísir/Vilhelm Þá telur Dagur að síðastliðið ár hafi opnað augu margra fyrir því hve auðvelt það sé að breyta kennsluháttum á stuttum tíma. „Ég held að ef við erum bara lausnamiðuð eins og við höfum verið síðasta árið, við höfum þurft að breyta öllu skólahaldi bara yfir helgi, í tengslum við Covid, þá höfum við sýnt að við höfum svakalegan sveigjanleika bara fyrir heilsuna. Þarna getur verið mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni sem kannski getur gert vinnudaginn betri bæði fyrir krakkana og kennarana og annað starfsfólk í skólunum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg stendur að tilraunaverkefninu ásamt Betri svefni, sem Erla Björnsdóttir, doktor og sálfræðingur stendur á bak við, og Embætti landlæknis. Dagur segir að þau hafi fengið mjög sterk og góð viðbrögð frá skólastjórnendum. „Við fengum mjög sterk og jákvæð viðbrögð á þetta þegar við kynntum þetta fyrir helgi og mér finnst það að ef að miklu fleiri skólar vilja prófa og taka þátt, jafnvel þó að einhverjir geti ekki gert það frá haustinu og byrji um áramót, þá eigum við að vera opin fyrir því,“ segir Dagur. Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bítið Svefn Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir Lykilatriðin til snúa við sólarhringnum eftir frí Erla Björnsdóttir sálfræðingur hjá Betri svefn mætti í Reykjavík síðdegis í gær á Bylgjunni og ræddi um það hvernig best væri að snúa sólarhringnum við eftir hátíðirnar en margar hafa sofið út og vakað á nóttunni síðustu vikur tvær vikur og erfitt var að byrja þessa vinnuviku. 7. janúar 2021 14:31 Bylting á skólastarfi Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. 15. október 2019 14:45 Óttast að ungmenni hreyfi sig minna með seinni klukku Barnalæknir segir að lítið hafi verið gert úr göllum þess að seinka klukkunni í greinargerð starfshóps ráðherra, þar á meðal um neikvæð áhrif á hreyfingu ungmenna. 6. mars 2019 14:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði þar að rannsóknir sýni að ekki bara börn, heldur Íslendingar allir, sofi of lítið. Það sé þó sérstaklega áberandi hjá unglingum. „Það tengist því að líkamsklukka fólks þegar það er á vissum aldri byrjar að framleiða hið náttúrulega svefnhormón seinna á kvöldin en fullorðnir. Þannig að það er ekki bara einhver djöfulskapur hjá unglingum að vaka fram eftir, eða fara seint að sofa, líkaminn er í raun þannig gerður að það gerist,“ sagði Dagur. Hann segir að fyrir vikið sofi unglingar styttra en þau þurfa þar sem þeir þurfi að sofa lengur en fullorðið fólk. „Þannig að við erum í smá klemmu með þetta og það sem við höfum áhuga á að gera er að prófa að gera rannsókn og bera saman skóla sem hefja kennslu aðeins seinna. Það þarf ekki að vera á hádegi, það getur þess vegna verið klukkan níu, til þess að skoða muninn á þeim og skólum sem gera það ekki og svo ætlum við að setja inn fræðslu um mikilvægi svefns og vita hvort það skili líka einhverju,“ sagði Dagur. Telur að seinkunin muni gjörbreyta skólastarfi Tilraunarskólunum verður skipt í fjóra hópa: Þeir sem hefja kennslu á hefðbundnum tíma, þeir sem færa kennsluna og svo skólar sem fá fræðslu um svefn og sem fá ekki slíka fræðslu. Dagur segir mikilvægt að muna hve mikil áhrif svefn hafi á líðan fólks, bæði barna, ungmenna og fullorðinna. „Það munar um hálftíma í svefni og ef að svefn væri lyf þá gæti innihaldslýsingin verið alveg svakaleg: aukin einbeiting, aukinn námsárangur, bætt líðan, minni hætta á þunglyndi og kvíða. Hjá unglingum getur nægur eða langur svefn flýtt fyrir þroska á ákveðnum stöðum í heilanum, tilfinningaþroska og slíku og hjá hinum fullorðnu þá tengist fullur svefn betra geðslagi, þú átt betra með að tengjast öðrum, ert minna þreyttur og utan við þig yfir daginn, þú einbeitir þér betur og kynorkan er meiri.“ Dagur segist sannfærður um það að seinkun skóladagsins muni gjörbreyta skólastarfinu. Þá sé borgin opin fyrir því að fleiri skólar, sem ekki verða valdir til þess að taka þátt í verkefninu, færi skóladaginn. „Ég er sjálfur orðinn býsna sannfærður um það að þetta sé málið, að þetta sé mjög skynsamlegt og þess vegna munum við vera mjög opin fyrir því ef að skólar munu vilja fara af stað í miklu stærri hópum en rannsóknin kallar á,“ segir Dagur. Hugsa þarf fyrir ýmsu Dagur segir þó að það þurfi að stíga varlega til jarðar til þess að hægt verði að hugsa fyrir öllu, til dæmis því að foreldrar sumra barna hefji vinnudaginn sinn fyrr á morgnana. „Við vitum líka að líf fólks og dagleg rútína er nokkuð flókið mál þannig að við þurfum að hugsa þetta svolítið í lausnum. Getur verið að í hverjum skóla, þó að það sé góð hugmynd að krakkarnir mæti aðeins seinna, séu foreldrar sem eru í þannig vinnu eða í þannig aðstæðum að þeir þurfi að fara miklu fyrr af stað. Eigum við að hafa þá einhvers konar skólafrístund eða aðstoð við heimanám eða eitthvað annað sem byrjar um áttaleitið, jafnvel þó að skólarnir byrji um níu?“ Hann segir örugglega þurfa að hugsa fyrir enn fleiri hlutum. „Þess vegna held ég að það sé farsælla að við gerum þetta í einhverjum skrefum, að við gerum þetta vel og fylgjumst með niðurstöðunni þannig að við fáum þá upplýsingar um hvort að hálftími eða klukkutími séu nóg. Fyrir vikið held ég að við náum fram umræðu almennt um mikilvægi svefns, það að fara fyrr í háttinn og það gildir líka fyrir fólk almennt, ekki bara fyrir unglinga og börn,“ segir Dagur. Breytingin gæti skilað sér í sveigjanlegri vinnudegi hjá kennurum Hann segir breytinguna einnig opna möguleika um sveigjanlegri vinnutíma hjá kennurum. Ekki megi gleyma því að þó svo að breytingin myndi færa vinnudag þeirra vinni kennarar mikla undirbúningsvinnu utan skólatíma en að með breytingunni gætu þeir unnið þá vinnu áður en kennsla hæfist á morgnanna. „Að þú getir mætt klukkan átta af því að kennarar vinna líka fullt af undirbúningstíma og svo framvegis. Þannig að þú gætir sinnt honum á milli átta og níu en gætir líka valið að sinna honum eftir þína hefðbundnu kennslu. Þarna gæti opnast einhver möguleiki á meiri sveigjanleika inni í skólunum og kannski væru einhverjir sem væru tilbúnir að standa vaktina í einhvers konar heimanámsaðstoð fyrir hefðbundna kennslu,“ segir Dagur. Dagur segir líklegt að seinkunin muni skila sér í betri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá unglingum.Vísir/Vilhelm Þá telur Dagur að síðastliðið ár hafi opnað augu margra fyrir því hve auðvelt það sé að breyta kennsluháttum á stuttum tíma. „Ég held að ef við erum bara lausnamiðuð eins og við höfum verið síðasta árið, við höfum þurft að breyta öllu skólahaldi bara yfir helgi, í tengslum við Covid, þá höfum við sýnt að við höfum svakalegan sveigjanleika bara fyrir heilsuna. Þarna getur verið mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni sem kannski getur gert vinnudaginn betri bæði fyrir krakkana og kennarana og annað starfsfólk í skólunum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg stendur að tilraunaverkefninu ásamt Betri svefni, sem Erla Björnsdóttir, doktor og sálfræðingur stendur á bak við, og Embætti landlæknis. Dagur segir að þau hafi fengið mjög sterk og góð viðbrögð frá skólastjórnendum. „Við fengum mjög sterk og jákvæð viðbrögð á þetta þegar við kynntum þetta fyrir helgi og mér finnst það að ef að miklu fleiri skólar vilja prófa og taka þátt, jafnvel þó að einhverjir geti ekki gert það frá haustinu og byrji um áramót, þá eigum við að vera opin fyrir því,“ segir Dagur.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bítið Svefn Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir Lykilatriðin til snúa við sólarhringnum eftir frí Erla Björnsdóttir sálfræðingur hjá Betri svefn mætti í Reykjavík síðdegis í gær á Bylgjunni og ræddi um það hvernig best væri að snúa sólarhringnum við eftir hátíðirnar en margar hafa sofið út og vakað á nóttunni síðustu vikur tvær vikur og erfitt var að byrja þessa vinnuviku. 7. janúar 2021 14:31 Bylting á skólastarfi Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. 15. október 2019 14:45 Óttast að ungmenni hreyfi sig minna með seinni klukku Barnalæknir segir að lítið hafi verið gert úr göllum þess að seinka klukkunni í greinargerð starfshóps ráðherra, þar á meðal um neikvæð áhrif á hreyfingu ungmenna. 6. mars 2019 14:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lykilatriðin til snúa við sólarhringnum eftir frí Erla Björnsdóttir sálfræðingur hjá Betri svefn mætti í Reykjavík síðdegis í gær á Bylgjunni og ræddi um það hvernig best væri að snúa sólarhringnum við eftir hátíðirnar en margar hafa sofið út og vakað á nóttunni síðustu vikur tvær vikur og erfitt var að byrja þessa vinnuviku. 7. janúar 2021 14:31
Bylting á skólastarfi Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. 15. október 2019 14:45
Óttast að ungmenni hreyfi sig minna með seinni klukku Barnalæknir segir að lítið hafi verið gert úr göllum þess að seinka klukkunni í greinargerð starfshóps ráðherra, þar á meðal um neikvæð áhrif á hreyfingu ungmenna. 6. mars 2019 14:24