Bjó til mark gegn Mexíkó og þarf í kvöld að koma í veg fyrir að Víkingar taki af honum toppsætið Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 14:30 Valsmenn eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar en gætu misst toppsætið í kvöld. vísir/hulda Einu taplausu liðin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, Valur og Víkingur R., mætast á Hlíðarenda í kvöld í sannkölluðum stórleik ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Óhætt er að segja að Víkingar hafi komið á óvart í sumar en þeir misstu frá sér toppsætið í síðasta leik fyrir landsleikjahlé þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Fylki. Víkingar eru með 14 stig eftir sex leiki, tveimur stigum á eftir Val sem hefur unnið alla sína leiki fyrir utan 1-1 jantefli við FH þar sem Valur missti fyrirliða sinn af velli með rautt spjald á 24. mínútu. Birkir Már Sævarsson ætti að vera klár í slaginn með Val eftir að hafa snúið heim í síðustu viku frá Bandaríkjunum. Þar átti hann stærstan þátt í eina marki Íslands í 2-1 tapi gegn Mexíkó, sem þó er skráð sem sjálfsmark Mexíkóa. Birkir Már Sævarsson fagnar markinu gegn Mexíkó með félögum sínum í landsliðinu.Getty/Ronald Martinez Kári Árnason dró sig út úr landsliðshópnum þar sem hann vildi ekki auka hættuna á því að smitast af kórónuveirunni með því að ferðast. Landsliðsþjálfararnir völdu ekki Hannes Þór Halldórsson þar sem þeir höfðu stefnt að því að velja ekki leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, þó þeir hafi svo valið útileikmenn þaðan þegar margir forfölluðust. Leikurinn í kvöld er hluti af 7. umferð þar sem þegar hafa verið leiknir þrír leikir. Eftir standa leikir KA og Breiðabliks, og FH og Keflavíkur, sem óvíst er hvenær fara fram. Leikmenn úr þessum liðum eru í landsliðshópnum sem ferðaðist áfram til Færeyja og lýkur törn sinni með leik við Pólland ytra á morgun. Næsta umferð hefst svo á laugardag þegar Breiðablik mætir Fylki, Víkingur tekur á móti FH og Valur sækir botnlið Stjörnunnar heim en þeirri umferð lýkur 16. júní. Leikur Vals og Víkings hefst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Óhætt er að segja að Víkingar hafi komið á óvart í sumar en þeir misstu frá sér toppsætið í síðasta leik fyrir landsleikjahlé þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Fylki. Víkingar eru með 14 stig eftir sex leiki, tveimur stigum á eftir Val sem hefur unnið alla sína leiki fyrir utan 1-1 jantefli við FH þar sem Valur missti fyrirliða sinn af velli með rautt spjald á 24. mínútu. Birkir Már Sævarsson ætti að vera klár í slaginn með Val eftir að hafa snúið heim í síðustu viku frá Bandaríkjunum. Þar átti hann stærstan þátt í eina marki Íslands í 2-1 tapi gegn Mexíkó, sem þó er skráð sem sjálfsmark Mexíkóa. Birkir Már Sævarsson fagnar markinu gegn Mexíkó með félögum sínum í landsliðinu.Getty/Ronald Martinez Kári Árnason dró sig út úr landsliðshópnum þar sem hann vildi ekki auka hættuna á því að smitast af kórónuveirunni með því að ferðast. Landsliðsþjálfararnir völdu ekki Hannes Þór Halldórsson þar sem þeir höfðu stefnt að því að velja ekki leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, þó þeir hafi svo valið útileikmenn þaðan þegar margir forfölluðust. Leikurinn í kvöld er hluti af 7. umferð þar sem þegar hafa verið leiknir þrír leikir. Eftir standa leikir KA og Breiðabliks, og FH og Keflavíkur, sem óvíst er hvenær fara fram. Leikmenn úr þessum liðum eru í landsliðshópnum sem ferðaðist áfram til Færeyja og lýkur törn sinni með leik við Pólland ytra á morgun. Næsta umferð hefst svo á laugardag þegar Breiðablik mætir Fylki, Víkingur tekur á móti FH og Valur sækir botnlið Stjörnunnar heim en þeirri umferð lýkur 16. júní. Leikur Vals og Víkings hefst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann