Átján ára ísköld á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2021 14:03 Rakel Sara Elvarsdóttir skorar hið afar mikilvæga 24. mark KA/Þórs gegn Val. vísir/hulda margrét Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni. Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21
Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15
KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti