„Þú ert ekki foreldri, þið eruð ekki fjölskylda“ Lúðvík Júlíusson skrifar 8. júní 2021 12:00 Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun