Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Sigþrúður Ármann skrifar 9. júní 2021 06:00 Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Skoðun: Kosningar 2021 Sigþrúður Ármann Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun