„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2021 10:26 Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Vísir/Vilhelm Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Tveir voru í framboði til formanns – Friðrik og Óskar Kristjánsson sem hefur verið gjaldkeri félagsins. Friðrik segir í samtali við Vísi að stétt leiðsögumanna hafi verið algerlega lömuð síðasta rúma árið, líkt og margar aðrar stéttir í ferðaþjónustu. „Við sjáum skýr merki þess að þetta sé að breytast. Fólk er farið að bóka sig og það er allt að síga af stað. Við höfum notað tímann mjög vel, í endurskipulagningu innan félagsins og gera okkur klár. Við höfum líka verið að endurmennta og bæta í fróðleikssarpinn. Við erum klár í viðspyrnuna og viljum gera það mjög faglega og vel. Við höfum aðeins verið vör við það – það eru náttúrulega svartir sauðir alls staðar – en það eru einhver fyrirtæki sem vilja fá menn eingöngu í verktöku eða eru með smá tilbrigði til að nýta sér þetta ástand. Svo hefur maður líka heyrt fleiri fréttir sem betur fer að menn vilji faglærða og reynda leiðsögumenn sem taka vel á móti okkar erlendu vinum,“ segir Friðrik. Lykilfólk Friðrik segir leiðsögumenn líta svo á að þeir séu lykilfólk í ferðaþjónustunni. „Við erum gestgjafar. Ef fólk kemur til landsins og leiðsögumaðurinn nær í það út á flugvöll þá er hann sá Íslendingur sem þau eru með í viku, er andlit íslensku þjóðarinnar út á við. Svo eru að sjálfsögðu hótelstarfsmenn, fólk í veitingageira og svo framvegis, en við erum samfellan og berum ansi mikla ábyrgð á að frí þessa fólkjs takist sem best. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf, en í því felst mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Eftir að hafa, má segja, hlaupið á færibandi í tíu ár, og margir orðnir ansi langþreyttir í bransanum, þá var þetta auðvitað ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks,“ segir Friðrik. Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Tveir voru í framboði til formanns – Friðrik og Óskar Kristjánsson sem hefur verið gjaldkeri félagsins. Friðrik segir í samtali við Vísi að stétt leiðsögumanna hafi verið algerlega lömuð síðasta rúma árið, líkt og margar aðrar stéttir í ferðaþjónustu. „Við sjáum skýr merki þess að þetta sé að breytast. Fólk er farið að bóka sig og það er allt að síga af stað. Við höfum notað tímann mjög vel, í endurskipulagningu innan félagsins og gera okkur klár. Við höfum líka verið að endurmennta og bæta í fróðleikssarpinn. Við erum klár í viðspyrnuna og viljum gera það mjög faglega og vel. Við höfum aðeins verið vör við það – það eru náttúrulega svartir sauðir alls staðar – en það eru einhver fyrirtæki sem vilja fá menn eingöngu í verktöku eða eru með smá tilbrigði til að nýta sér þetta ástand. Svo hefur maður líka heyrt fleiri fréttir sem betur fer að menn vilji faglærða og reynda leiðsögumenn sem taka vel á móti okkar erlendu vinum,“ segir Friðrik. Lykilfólk Friðrik segir leiðsögumenn líta svo á að þeir séu lykilfólk í ferðaþjónustunni. „Við erum gestgjafar. Ef fólk kemur til landsins og leiðsögumaðurinn nær í það út á flugvöll þá er hann sá Íslendingur sem þau eru með í viku, er andlit íslensku þjóðarinnar út á við. Svo eru að sjálfsögðu hótelstarfsmenn, fólk í veitingageira og svo framvegis, en við erum samfellan og berum ansi mikla ábyrgð á að frí þessa fólkjs takist sem best. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf, en í því felst mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Eftir að hafa, má segja, hlaupið á færibandi í tíu ár, og margir orðnir ansi langþreyttir í bransanum, þá var þetta auðvitað ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks,“ segir Friðrik.
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira