Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 11:32 Hilmir Hallgrímsson er ungur uppalinn leikmaður hjá Vestra sem er í stóru hlutverki hjá liðinu. Instagram/@vestrikarfa Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil. Dominos-deild karla Vestri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil.
Dominos-deild karla Vestri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum