Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 11:32 Hilmir Hallgrímsson er ungur uppalinn leikmaður hjá Vestra sem er í stóru hlutverki hjá liðinu. Instagram/@vestrikarfa Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil. Dominos-deild karla Vestri Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil.
Dominos-deild karla Vestri Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira