Hugðust breyta MÍ vegna kulda á Akureyri en urðu að hætta við Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:01 Sindri Hrafn Guðmundsson er skráður til keppni í spjótkasti á MÍ. FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Vegna kuldaspár á sunnudag stóð til að allt mótið færi fram á morgun en stjórn Frjálsíþróttasambandsins varð að draga þá ákvörðun til baka. Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér. Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira
Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira