„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 15:50 Reynir Traustason í dómsal, í málaferlum við Arnþrúði Karlsdóttir, ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Þeir vilja áfrýja málinu en Landsréttur snéri við dómi héraðs í meiðyrðamáli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu. vísir/vilhelm Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun. Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun.
Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira