„Ung móðir og á lausu“ Lúðvík Júlíusson skrifar 14. júní 2021 13:00 Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun