Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 17:17 Bíllinn stóð í ljósum logum á bílaplaninu fyrir utan heimili Silju. Slökkvilið og lögregla töldu strax ljóst að kveikt hefði verið í bílnum. Silja Ragnarsdóttir Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar. Í samtali við Vísi lýsir hún því að 16 ára dóttir hennar hefði tekið eftir undarlegum látum um nóttina, þar sem verið væri að berja á blokkina við hliðina á þeirri sem Silja og fjölskylda hennar býr í. Í kjölfarið hafi hún heyrt gler brotna. „Hún ákveður að kíkja út og sér blossa speglast í gluggum á blokkinni við hliðina á okkur. Hún stekkur inn í annað herbergi sem vísar út á planið, sér bílinn okkar alelda og hleypur til mín og vekur mig.“ Silja segist fyrst um sinn hafa haldið að hana væri að dreyma, enda nokkuð óraunverulegt þegar manni er tilkynnt að bíllinn manns standi í ljósum logum fyrir utan heimili manns. Eðlilega hringdi Silja á neyðarlínuna og hrósar lögreglu og slökkviliði fyrir skjótan viðbragðstíma. „Á meðan ég er þarna í símanum að tala við lögregluna þá springur eitt dekkið þannig að glymur um allt,“ en Silja býr í blokk í Hraunbæ sem raðast í einskonar U-form, þannig að hávaðinn var mikill. Ég horfði bara á þetta í vantrú. Veltir fyrir sér hvort málið tengist annarri íkveikju Sömu nótt og kveikt var í bíl Silju barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í bíl í Kópavogi. Því varð hluti af lögregluliðinu sem brást við tilkynningu Silju frá að hverfa og fara í Kópavoginn. Hún segir að rétt áður en tilkynninginn um seinni bílbrunann barst hafi lögreglumennirnir fundið hníf á bílaplaninu, skammt frá bílnum. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar gefið út að bruninn í Kópavogi tengist hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur sömu nótt. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir hins vegar að bruninn sem hér er til umfjöllunar tengist málinu ekki. Silja veltir þó fyrir sér hvort það geti verið, sérstaklega í ljósi þess að hnífur fannst við brennandi bílhrakið. Hún segist þó ekki ætla að fullyrða að hnífurinn hafi verið sá sem notaður var í árásinni. „Það eru greinilega einhverjir sem eru með hnífa og eru að kveikja í bílum. Hvernig er þá hægt að segja að þetta tengist ómögulega hinum málunum?“ Íkveikja og ekkert annað Silja segir það strax hafa legið ljóst fyrir í huga slökkviliðs og lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. „Fyrir það fyrsta er það vitnisburður dóttur minnar. En þó hann hefði ekki verið til staðar þá sögðu slökkviliðsmennirnir eftir að hafa gengið einn hring um bílinn að það væri alveg á hreinu.“ Hún segir það hafa sést greinilega hvernig eldfimur vökvi sem notaður var við íkveikjuna lenti á bílnum og eftir því hvar eldurinn logaði hvað glaðast. Silja kann þó enga skýringu á því hver kynni að hafa viljað kveikja í bíl hennar, líkt og hún tjáði lögreglunni á vettvangi. Hún veltir því fyrir sér hvort brennuvargarnir kunni að hafa farið bílavillt. Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.Silja Ragnarsdóttir Þakkar fyrir tryggingarnar Þegar blaðamaður náði tali af Silju hafði hún fyrr um daginn staðið í stappi vegna trygginga bílsins, sem hún fær þó bættan að hluta, enda liggi fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég var bara heppin að ég var með bílinn í kaskó, hann er bara það nýlegur. Ég fæ þetta bætt en það er aldrei að fara að vera það mikið að ég geti labbað út og keypt mér eins bíl. Svo er einhver sjálfsábyrgð og svona. En ég þakka fyrir að vera með hann í kaskó, því annars væri ég í djúpum skít.“ Hún segir að þó hún viti að íkveikjan tengist henni ekki persónulega, þá þyki henni að sér og börnunum sínum þremur vegið. „Við erum öll búin að vera andvaka og svolítið á nálum. Við erum búin að vera svolítið dofin og eigum erfitt með að trúa að þetta hafi gerst. Maður býst ekki við því að vakna við fréttir af því að það sé búið að kveikja í bílnum manns,“ segir Silja. Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Í samtali við Vísi lýsir hún því að 16 ára dóttir hennar hefði tekið eftir undarlegum látum um nóttina, þar sem verið væri að berja á blokkina við hliðina á þeirri sem Silja og fjölskylda hennar býr í. Í kjölfarið hafi hún heyrt gler brotna. „Hún ákveður að kíkja út og sér blossa speglast í gluggum á blokkinni við hliðina á okkur. Hún stekkur inn í annað herbergi sem vísar út á planið, sér bílinn okkar alelda og hleypur til mín og vekur mig.“ Silja segist fyrst um sinn hafa haldið að hana væri að dreyma, enda nokkuð óraunverulegt þegar manni er tilkynnt að bíllinn manns standi í ljósum logum fyrir utan heimili manns. Eðlilega hringdi Silja á neyðarlínuna og hrósar lögreglu og slökkviliði fyrir skjótan viðbragðstíma. „Á meðan ég er þarna í símanum að tala við lögregluna þá springur eitt dekkið þannig að glymur um allt,“ en Silja býr í blokk í Hraunbæ sem raðast í einskonar U-form, þannig að hávaðinn var mikill. Ég horfði bara á þetta í vantrú. Veltir fyrir sér hvort málið tengist annarri íkveikju Sömu nótt og kveikt var í bíl Silju barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í bíl í Kópavogi. Því varð hluti af lögregluliðinu sem brást við tilkynningu Silju frá að hverfa og fara í Kópavoginn. Hún segir að rétt áður en tilkynninginn um seinni bílbrunann barst hafi lögreglumennirnir fundið hníf á bílaplaninu, skammt frá bílnum. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar gefið út að bruninn í Kópavogi tengist hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur sömu nótt. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir hins vegar að bruninn sem hér er til umfjöllunar tengist málinu ekki. Silja veltir þó fyrir sér hvort það geti verið, sérstaklega í ljósi þess að hnífur fannst við brennandi bílhrakið. Hún segist þó ekki ætla að fullyrða að hnífurinn hafi verið sá sem notaður var í árásinni. „Það eru greinilega einhverjir sem eru með hnífa og eru að kveikja í bílum. Hvernig er þá hægt að segja að þetta tengist ómögulega hinum málunum?“ Íkveikja og ekkert annað Silja segir það strax hafa legið ljóst fyrir í huga slökkviliðs og lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. „Fyrir það fyrsta er það vitnisburður dóttur minnar. En þó hann hefði ekki verið til staðar þá sögðu slökkviliðsmennirnir eftir að hafa gengið einn hring um bílinn að það væri alveg á hreinu.“ Hún segir það hafa sést greinilega hvernig eldfimur vökvi sem notaður var við íkveikjuna lenti á bílnum og eftir því hvar eldurinn logaði hvað glaðast. Silja kann þó enga skýringu á því hver kynni að hafa viljað kveikja í bíl hennar, líkt og hún tjáði lögreglunni á vettvangi. Hún veltir því fyrir sér hvort brennuvargarnir kunni að hafa farið bílavillt. Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.Silja Ragnarsdóttir Þakkar fyrir tryggingarnar Þegar blaðamaður náði tali af Silju hafði hún fyrr um daginn staðið í stappi vegna trygginga bílsins, sem hún fær þó bættan að hluta, enda liggi fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég var bara heppin að ég var með bílinn í kaskó, hann er bara það nýlegur. Ég fæ þetta bætt en það er aldrei að fara að vera það mikið að ég geti labbað út og keypt mér eins bíl. Svo er einhver sjálfsábyrgð og svona. En ég þakka fyrir að vera með hann í kaskó, því annars væri ég í djúpum skít.“ Hún segir að þó hún viti að íkveikjan tengist henni ekki persónulega, þá þyki henni að sér og börnunum sínum þremur vegið. „Við erum öll búin að vera andvaka og svolítið á nálum. Við erum búin að vera svolítið dofin og eigum erfitt með að trúa að þetta hafi gerst. Maður býst ekki við því að vakna við fréttir af því að það sé búið að kveikja í bílnum manns,“ segir Silja.
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira