Ástarflækjur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. júní 2021 08:01 Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun