Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:07 Reality Winner í fangabúningi við alríkisdómhúsið í Augusta í Georgíu í júní árið 2018. Hún var dæmd í meira en fimm ára fangelsi fyrir að leka upplýsingum um meint kosningaafskipti Rússa til fjölmiðils. AP/Michael Holahan/The Augusta Chronicle Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja. Rússland Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja.
Rússland Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira