Verkferlar endurskoðaðir og eftirlit hert í Barnalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:20 Barnalandi í Smáralind verður lokað þar til verkferlar í kring um innritun barna hafa verið endurskoðaðir og ráðist hefur verið í frekari úrbætur. Vísir/Vilhelm Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því. Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins. Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins.
Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47
Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39