Aukin vernd þolenda mansals Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 13:37 Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um mansal hefur verið samþykkt. Vísir/Vilhelm Eitt síðustu verka Alþingis á kjörtímabilinu sem leið var að samþykkja breytingu á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal. Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum var samþykkt á síðasta degi þingsins í síðustu viku. Markmið lagabreytingarinnar er að bæta vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum. Lagabreytingin stuðlar að aukinni samræmingu löggjafar við lagaþróun á Norðurlöndunum. Þá er breytingin liður í því standa við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda sem þau hafa tekist á hendur með því að fullgilda alþjóðlega samninga sem hafa það að markmiði að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Víðtækar aðgerðir gegn mansali Í tengslum við lagabreytinguna voru í dag kynntar víðtækar aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Upplýsingum um mansal hefur verið bætt inn á vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Þar geta þolendur leitað sérhæfðrar hjálpar og ráðgjafar og aðrir aflað sér upplýsinga um einkenni mansals og leitað úrræða ef grunur er um að einstaklingur sé þolandi mansals. Hægt er að fá samband við neyðarvörð sem virkjar viðbragð þeirra sem veita þolendum mansals aðstoð og leiðbeinir áfram til þeirra úrræða sem standa þolendum og öðrum til boða þegar kemur að mansali. Unnið er að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála sem og rannsókn þeirra. Þá hefur hópurinn það markmið að miðla reynslu og þekkingu til lögreglumanna og sækjenda á landinu öllu og halda utan um tölfræði og stöðuna um mansal í íslensku réttarvörslukerfi. Tveggja ára vinna á bak við aðgerðirnar Aðgerðirnar eru meðal annars árangur af vinnu samráðshóps stjórnvalda um mansal sem hefur unnið að því að innleiða áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Áherslurnar voru fyrst kynntar í mars 2019 en komast nú til fullra framkvæmda. „Breyting á ákvæði almennra hegningarlaga liðkar fyrir því að mál er varða grun um mansal fái framgang innan réttarvörslukerfisins og gerendur sæti refsingu fyrir þessi alvarlegu brot. Með því treystum við enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir mansal vera hluta af skipulagðri brotastarfsemi og að mikilvægt sé að styrkja lögregluna faglega séð svo hún geti tekist á við sífellt flóknari brot sem tengjast mansali. „Þessar aðgerðir eru mikilvæg skref í rétta átt,“ segir hann að lokum. Alþingi Vændi Tengdar fréttir Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum var samþykkt á síðasta degi þingsins í síðustu viku. Markmið lagabreytingarinnar er að bæta vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum. Lagabreytingin stuðlar að aukinni samræmingu löggjafar við lagaþróun á Norðurlöndunum. Þá er breytingin liður í því standa við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda sem þau hafa tekist á hendur með því að fullgilda alþjóðlega samninga sem hafa það að markmiði að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Víðtækar aðgerðir gegn mansali Í tengslum við lagabreytinguna voru í dag kynntar víðtækar aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Upplýsingum um mansal hefur verið bætt inn á vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Þar geta þolendur leitað sérhæfðrar hjálpar og ráðgjafar og aðrir aflað sér upplýsinga um einkenni mansals og leitað úrræða ef grunur er um að einstaklingur sé þolandi mansals. Hægt er að fá samband við neyðarvörð sem virkjar viðbragð þeirra sem veita þolendum mansals aðstoð og leiðbeinir áfram til þeirra úrræða sem standa þolendum og öðrum til boða þegar kemur að mansali. Unnið er að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála sem og rannsókn þeirra. Þá hefur hópurinn það markmið að miðla reynslu og þekkingu til lögreglumanna og sækjenda á landinu öllu og halda utan um tölfræði og stöðuna um mansal í íslensku réttarvörslukerfi. Tveggja ára vinna á bak við aðgerðirnar Aðgerðirnar eru meðal annars árangur af vinnu samráðshóps stjórnvalda um mansal sem hefur unnið að því að innleiða áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Áherslurnar voru fyrst kynntar í mars 2019 en komast nú til fullra framkvæmda. „Breyting á ákvæði almennra hegningarlaga liðkar fyrir því að mál er varða grun um mansal fái framgang innan réttarvörslukerfisins og gerendur sæti refsingu fyrir þessi alvarlegu brot. Með því treystum við enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir mansal vera hluta af skipulagðri brotastarfsemi og að mikilvægt sé að styrkja lögregluna faglega séð svo hún geti tekist á við sífellt flóknari brot sem tengjast mansali. „Þessar aðgerðir eru mikilvæg skref í rétta átt,“ segir hann að lokum.
Alþingi Vændi Tengdar fréttir Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44
Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53