Svik? Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifa 16. júní 2021 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun