Dæmdur fyrir að hafa sent áfram nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 15:01 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi manninn fyrir brotin en hann mun ekki sæta fangelsisvist. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað. Dómurinn féll þann 9. júní síðastliðinn. Var manninum meðal annars gert að sök að hafa hótað fyrrverandi kærustu sinni ítrekað í gegn um samskiptaforritið Messenger. Hann hafði meðal annars sent konunni nektarmyndir af henni og ýjað að því að hann gæti birt hana á veraldarvefnum. Þá hafði hann hótað því að senda nektarmyndir af henni á þriðja aðila svaraði hún ekki símhringingum hans. Stuttu síðar lét hann verða af hótununum með því að senda myndina áfram og í kjölfarið tók hann skjáskot af því að hann hafi sent myndina, og sendi konunni skjáskotið. Með skjáskotinu sendi hann textann: „Þu valdir tetta.“ Þá hafði maðurinn brotist inn á aðgang fyrrverandi kærustunnar á Facebook, sem hún hafði þá sjálf í notkun, og í gegn um einkaskilaboð á hennar aðgangi hótað þáverandi kærasta konunnar: „If you ever talk to A again i will fuck you up and make your life a living hell. Never talk to her again!!!! I will find you and brake your face and every bone in your body,“ skrifaði maðurinn í skilaboðunum til þáverandi kærasta konunnar. Þá hafði maðurinn einnig sent konunni skjáskot sem sýndi samskipti mannsins og þriðja aðila þar sem maðurinn sagðist eiga myndband af konunni í kynferðislegum athöfnum. Maðurinn viðurkenndi öll brotin og taldist því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þau. Maðurinn hefur þrisvar sinnum áður sætt refsingu, meðal annars vegna ráns og umferðarlagabrota, fíkniefnalaga- og lyfjabrota og líkamsárásar og stórfelldar líkamsárásar. Maðurinn hefur fyrir þessi brot setið í fangelsi í fjögur og hálft ár. Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Dómurinn féll þann 9. júní síðastliðinn. Var manninum meðal annars gert að sök að hafa hótað fyrrverandi kærustu sinni ítrekað í gegn um samskiptaforritið Messenger. Hann hafði meðal annars sent konunni nektarmyndir af henni og ýjað að því að hann gæti birt hana á veraldarvefnum. Þá hafði hann hótað því að senda nektarmyndir af henni á þriðja aðila svaraði hún ekki símhringingum hans. Stuttu síðar lét hann verða af hótununum með því að senda myndina áfram og í kjölfarið tók hann skjáskot af því að hann hafi sent myndina, og sendi konunni skjáskotið. Með skjáskotinu sendi hann textann: „Þu valdir tetta.“ Þá hafði maðurinn brotist inn á aðgang fyrrverandi kærustunnar á Facebook, sem hún hafði þá sjálf í notkun, og í gegn um einkaskilaboð á hennar aðgangi hótað þáverandi kærasta konunnar: „If you ever talk to A again i will fuck you up and make your life a living hell. Never talk to her again!!!! I will find you and brake your face and every bone in your body,“ skrifaði maðurinn í skilaboðunum til þáverandi kærasta konunnar. Þá hafði maðurinn einnig sent konunni skjáskot sem sýndi samskipti mannsins og þriðja aðila þar sem maðurinn sagðist eiga myndband af konunni í kynferðislegum athöfnum. Maðurinn viðurkenndi öll brotin og taldist því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þau. Maðurinn hefur þrisvar sinnum áður sætt refsingu, meðal annars vegna ráns og umferðarlagabrota, fíkniefnalaga- og lyfjabrota og líkamsárásar og stórfelldar líkamsárásar. Maðurinn hefur fyrir þessi brot setið í fangelsi í fjögur og hálft ár.
Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira