Fötluð kona blaut og köld á bakkanum í sjö mínútur Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júní 2021 20:29 Margrét loksins komin ofan í laugina en það tók tíman sinn. Björk Vilhelmsdóttir Björk Vilhelmsdóttir segir aðgengismál í Breiðholtslaug til háborinnar skammar. Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“ Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“
Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06