Fötluð kona blaut og köld á bakkanum í sjö mínútur Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júní 2021 20:29 Margrét loksins komin ofan í laugina en það tók tíman sinn. Björk Vilhelmsdóttir Björk Vilhelmsdóttir segir aðgengismál í Breiðholtslaug til háborinnar skammar. Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“ Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“
Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06