Karólína Lea: Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 19:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir það hafa verið mikinn skóla að spila með Bayern München seinni hluta tímabilsins. Vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München, en hún gekk til liðsins frá Breiðablik í janúar. Hún segir tilfinninguna frábæra að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið. „Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira