Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 20:41 Björn Þorláksson var ráðinn upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun árið 2017. Vísir/Aðsend Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna. Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna.
Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira