28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl. Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:00 Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Skoðun: Kosningar 2021 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun