Toppslagur fyrir norðan og stórleikur í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 14:01 Munu Blikar komast aftur á sigurbraut í kvöld gegn lánlausum FH-ingum? Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag þar sem áhugaverðar viðureignir fara fram. Flestra augu verða eflaust á Dalvík og í Kópavogi. Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira