Toppslagur fyrir norðan og stórleikur í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 14:01 Munu Blikar komast aftur á sigurbraut í kvöld gegn lánlausum FH-ingum? Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag þar sem áhugaverðar viðureignir fara fram. Flestra augu verða eflaust á Dalvík og í Kópavogi. Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti