„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 21:45 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður með sitt lið í kvöld og ekki síður með að Jason Daði sé á batavegi. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira