Við verðum að þora að aðgreina samfélagshópa Þórarinn Hjartarson skrifar 21. júní 2021 09:01 Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir. Þrátt fyrir þrotlausar umræður um jafnrétti er enn langt í land. Hvenær og hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þennan vanda? Svarið er einfalt: Jafnrétti verður náð með aðgreiningu þar sem skapaðar eru sérstakar reglur og kjör fyrir sérstaka hópa. Hugsjónin á Bræðraborgarstíg er skref í rétta átt. En heillarráð Þorpsins er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að spyrja okkur stærri spurninga. Undirritaður kallar eftir því að þessi hugsjón sé yfirfærð á samfélagið í heild sinni. Við þurfum að byggja og niðurgreiða sérstök bæjarfélög fyrir sérstaka hópa. Konur gætu til að mynda búið í bæjarhlutum þar sem þær myndu ekki þurfa að verða fyrir aðkasti fólks með mismunandi skoðanir og takast loks að úthýsa öllum þeim eitruðu hugmyndum sem alla jafna fylgir karlmönnum og karlmennsku. Fólk af mismunandi kynþáttum gætu átt sín eigin hverfi og myndu einungis þurfa að eiga samneyti við fólk af sama uppruna. Áður fyrr gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skýla ákveðnum hópum fyrir afskiptum annarra hópa. Til þess að ná framförum þurfum við að grípa til viðlíka aðgerða. Frjáls markaður getur ekki framkallað þessar breytingar. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og niðurgreiða húsnæði fyrir hópa sem líkar illa við aðra hópa. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í breytingar. Hugsum stórt. Þorum. Aðgreinum í þágu framfara. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir. Þrátt fyrir þrotlausar umræður um jafnrétti er enn langt í land. Hvenær og hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þennan vanda? Svarið er einfalt: Jafnrétti verður náð með aðgreiningu þar sem skapaðar eru sérstakar reglur og kjör fyrir sérstaka hópa. Hugsjónin á Bræðraborgarstíg er skref í rétta átt. En heillarráð Þorpsins er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að spyrja okkur stærri spurninga. Undirritaður kallar eftir því að þessi hugsjón sé yfirfærð á samfélagið í heild sinni. Við þurfum að byggja og niðurgreiða sérstök bæjarfélög fyrir sérstaka hópa. Konur gætu til að mynda búið í bæjarhlutum þar sem þær myndu ekki þurfa að verða fyrir aðkasti fólks með mismunandi skoðanir og takast loks að úthýsa öllum þeim eitruðu hugmyndum sem alla jafna fylgir karlmönnum og karlmennsku. Fólk af mismunandi kynþáttum gætu átt sín eigin hverfi og myndu einungis þurfa að eiga samneyti við fólk af sama uppruna. Áður fyrr gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skýla ákveðnum hópum fyrir afskiptum annarra hópa. Til þess að ná framförum þurfum við að grípa til viðlíka aðgerða. Frjáls markaður getur ekki framkallað þessar breytingar. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og niðurgreiða húsnæði fyrir hópa sem líkar illa við aðra hópa. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í breytingar. Hugsum stórt. Þorum. Aðgreinum í þágu framfara. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar