Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 11:46 David Alaba og félagar í austurríska landsliðinu þurfa sigur í dag til að gulltryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit en jafntefli myndi þó líklega duga þeim. Getty/Alex Gottschalk Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira