Hagstofan og „einstæðir foreldrar“ Lúðvík Júlíusson skrifar 21. júní 2021 13:01 Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun