Alfreð: Boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2021 22:40 Alfreð var ósáttur við leik liðs síns í kvöld. Vísir/Bára Alfreð Elías Jóhannsson var eðlilega ósáttur við 4-0 tap Selfyssinga geg Breiðablik á heimavelli í kvöld. Alfreð segir að Blikastúlkur hafi gert vel í að refsa Selfyssingum fyrir sín mistök. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
„Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira