„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 09:01 Danska landsliðið fagnar fréttum af sigri Belga og þar með sæti í sextán liða úrslitum. AP/Martin Meissner Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira