Kallaði FH Sigga Hlö-liðið: Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 10:00 Veistu hver ég var? spyr Siggi Hlö um hverja helgi. vísir/bylgjan/vilhelm Þjálfaraskiptin hjá FH voru að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Þorkell Máni Pétursson segir að ábyrgðin á slæmu gengi FH liggi hjá leikmönnum liðsins. Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í gær eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en þeir Davíð Þór Viðarsson munu stýra FH-ingum út tímabilið. „Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um FH „Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni. „Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“ Til háborinnar skammar Máni hélt áfram og sagði að stuðningsmenn FH og allir þeir sem starfa í kringum félagið ættu skilið að sjá betri frammistöðu frá leikmönnum liðsins. „Fyrir mér er til háborinnar skammar að sjá þetta, eins og í gær [í fyrradag]. Jesús minn almáttugur. Það var eins og menn nenntu þessu ekki. Menn gátu ekki hlaupið eftir manninum sínum. Þetta hefur ekkert að gera með að þeir séu ekki í standi. Sú afsökun er alltaf notuð. Það eru allir leikmenn með hlaupavesti og þú hlýtur að sjá hvort þeir hreyfi sig,“ sagði Máni. Eitt sigurlið í viðbót Reynir Leósson sagði að tíðindi gærdagsins úr Kaplakrika hafi ekki komið sér á óvart. „Maður er spenntur að sjá Óla Jóh þarna. Hann er upphafsmaðurinn að velgengni FH og fór í gegnum ótrúlega sigurhrinu með félagið. Hann mun ekki gera það í ár, ég efast um að þeir verði Íslandsmeistarar en gætu náð í bikarmeistaratitil,“ sagði Reynir. Hann trúir því að Ólafur sé enn hungraður í að ná árangri. „Ég veit það og hann sagði það við mig að hann langi til að búa til eitt sigurlið í viðbót,“ sagði Reynir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25 Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26 „Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í gær eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en þeir Davíð Þór Viðarsson munu stýra FH-ingum út tímabilið. „Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um FH „Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni. „Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“ Til háborinnar skammar Máni hélt áfram og sagði að stuðningsmenn FH og allir þeir sem starfa í kringum félagið ættu skilið að sjá betri frammistöðu frá leikmönnum liðsins. „Fyrir mér er til háborinnar skammar að sjá þetta, eins og í gær [í fyrradag]. Jesús minn almáttugur. Það var eins og menn nenntu þessu ekki. Menn gátu ekki hlaupið eftir manninum sínum. Þetta hefur ekkert að gera með að þeir séu ekki í standi. Sú afsökun er alltaf notuð. Það eru allir leikmenn með hlaupavesti og þú hlýtur að sjá hvort þeir hreyfi sig,“ sagði Máni. Eitt sigurlið í viðbót Reynir Leósson sagði að tíðindi gærdagsins úr Kaplakrika hafi ekki komið sér á óvart. „Maður er spenntur að sjá Óla Jóh þarna. Hann er upphafsmaðurinn að velgengni FH og fór í gegnum ótrúlega sigurhrinu með félagið. Hann mun ekki gera það í ár, ég efast um að þeir verði Íslandsmeistarar en gætu náð í bikarmeistaratitil,“ sagði Reynir. Hann trúir því að Ólafur sé enn hungraður í að ná árangri. „Ég veit það og hann sagði það við mig að hann langi til að búa til eitt sigurlið í viðbót,“ sagði Reynir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25 Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26 „Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25
Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26
„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45