Þrjú félög hafa unnið sinn fyrsta titil í Keflavík og Þór getur bæst í hópinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 13:00 Stymir Snær Þrastarson fagnar í fyrsta leiknum sem Þórsliðið vann örugglega. Vísir/Bára Þór getur í kvöld orðið fjórða félagið til að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á gólfinu í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti Þór úr Þorlákshöfn í þriðja úrslitaleik félaganna í kvöld. Þórsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina og vantar því aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar fagna í klefanum á Sunnubraut í aprílmánuði 1996 en myndin er af forsíðu DV daginn eftir.Skjámynd/timarit.is/DV Blue-höll þeirra Keflvíkinga hefur stundum gengið undir nafninu Sláturhúsið. Þar höfðu heimamenn ekki tapað í 509 daga og unnið átján leiki í röð fyrir tapið í leik eitt. Þeim var hins vegar slátrað í leik eitt og holan varð enn dýpri eftir tap í Þorlákshöfn. Það bíða því margir spenntir eftir viðbrögðum Keflvíkinga í kvöld. Getur svo farið að liðið sem vann sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni verði sópað í sumarfrí? Þórsarar hafa aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en þeir léku fyrst í úrvalsdeildinni árið 2003. Þrjú félög hafa unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í Keflavík en það eru auk heimamanna lið Grindavíkur og lið Snæfells. Hlynur Bæringsson lyftir Íslandsbikarnum á forsíðu Morgunblaðsins 30. apríl 2010.Skjámynd/timarit.is/MBL Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið eftir 89-72 sigur á KR í íþróttahúsinu við Sunnubraut 22. mars 1989. Keflavík vann úrslitaeinvígið 2-1. Grindavík varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið eftir 96-73 sigur á Keflavík í íþróttahúsinu við Sunnubraut 11. apríl 1996. Grindavík vann úrslitaeinvígið 4-2. Snæfell varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið eftir 105-69 sigur á Keflavík í íþróttahúsinu við Sunnubraut 29. apríl 2010. Snæfell vann úrslitaeinvígið 3-2. Þetta eru einmitt þrír nýjustu félögin til að bætast í Íslandsmeistarahópinn en á undan þeim unnu Haukarnir sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil líka í Reykjanesbæ árið 1988. Hafnarfjarðarliðið vann þá framlengdan oddaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti Þór úr Þorlákshöfn í þriðja úrslitaleik félaganna í kvöld. Þórsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina og vantar því aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar fagna í klefanum á Sunnubraut í aprílmánuði 1996 en myndin er af forsíðu DV daginn eftir.Skjámynd/timarit.is/DV Blue-höll þeirra Keflvíkinga hefur stundum gengið undir nafninu Sláturhúsið. Þar höfðu heimamenn ekki tapað í 509 daga og unnið átján leiki í röð fyrir tapið í leik eitt. Þeim var hins vegar slátrað í leik eitt og holan varð enn dýpri eftir tap í Þorlákshöfn. Það bíða því margir spenntir eftir viðbrögðum Keflvíkinga í kvöld. Getur svo farið að liðið sem vann sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni verði sópað í sumarfrí? Þórsarar hafa aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en þeir léku fyrst í úrvalsdeildinni árið 2003. Þrjú félög hafa unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í Keflavík en það eru auk heimamanna lið Grindavíkur og lið Snæfells. Hlynur Bæringsson lyftir Íslandsbikarnum á forsíðu Morgunblaðsins 30. apríl 2010.Skjámynd/timarit.is/MBL Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið eftir 89-72 sigur á KR í íþróttahúsinu við Sunnubraut 22. mars 1989. Keflavík vann úrslitaeinvígið 2-1. Grindavík varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið eftir 96-73 sigur á Keflavík í íþróttahúsinu við Sunnubraut 11. apríl 1996. Grindavík vann úrslitaeinvígið 4-2. Snæfell varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið eftir 105-69 sigur á Keflavík í íþróttahúsinu við Sunnubraut 29. apríl 2010. Snæfell vann úrslitaeinvígið 3-2. Þetta eru einmitt þrír nýjustu félögin til að bætast í Íslandsmeistarahópinn en á undan þeim unnu Haukarnir sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil líka í Reykjanesbæ árið 1988. Hafnarfjarðarliðið vann þá framlengdan oddaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira