Keflvíkingar risu fyrstir upp frá dauðum en ekkert lið náð því í úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 15:30 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eiga ekki fleiri líf í þessari úrslitakeppni. Vísir/Bára Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvígi sínu á móti Þórsurum. Staðan er einföld. Eitt tap í viðbót og yfirburðarlið deildarkeppninnar missir Íslandsmeistaratitilinn til Þorlákshafnar. Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%) Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira