Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 15:12 Sóttvarnastofnun Evrópu kallar eftir að flýtt verði fyrir bólusetningum vegna mögulegrar útbreiðslu Delta-afbrigðisins. EPA-EFE/Matteo Corner Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39
Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent