Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:57 John McAfee var þekktastur fyrir veiruvarnarforrit sem er kennt við hann. AP/Ng Han Guan John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð. Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð.
Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07
McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05
Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48