Gallað veiðigjald Daði Már Kristófersson skrifar 24. júní 2021 15:26 Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar