Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 18:37 Lögreglumennirnir ræddu um það hvernig fréttatilkynning um málið ætti að vera. Vísir/Vilhelm Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. Lögreglan átti við upptökurnar Við rannsókn nefndarinnar á störfum lögreglu umrætt kvöld var farið fram á upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna. Erfitt reyndist þó að fá þær afhentar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu: „Nefndin stóð frammi fyrir töluverðum erfiðleikum að fá afhentar myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem á vettvangi voru,“ segir í áliti nefndarinnar sem Vísir hefur undir höndum. Hún hafi óskað eftir upplýsingum frá embættinu þann 28. desember og síðar sent viðbótarbeiðni þar sem óskað var eftir upptökunum, þann 4. janúar. Gögnin bárust þó ekki fyrr en 8. febrúar og vantaði þá upptökurnar. Þær bárust ekki fyrr en eftir ítrekanir nefndarinnar þann 23. mars. Þegar nefndin fór loks yfir gögnin í byrjun apríl kom í ljós að „afmáður hafði verið hluti af hljóði upptakanna“. Nefndin óskaði þá eftir því að fá afhent eintak af upptökum, sem ekki hafði verið átt við, og fékk þær loks rúmri viku síðar. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þessi ummæli telur nefndin ámælisverð: Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Hljóðupptaka fyrri lögreglumannsins var fremur óskýr og tókst nefndinni ekki að ráða úr hvað þar fór fram en gat þó heyrt samskiptin hér að ofan á upptöku hins lögreglumannsins. Aðeins brotið á reglum um grímuskyldu Nefndin telur að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir greindi frá því í dag að eigendum Ásmundarsalar hefði verið boðið að ljúka rannsókn málsins með sektargerð vegna brots á lögum um grímuskyldu. Eigendurnir eru ekki taldir hafa brotið geng reglum um fjöldatakmarkanir eða reglum um opnunartíma. Telja niðurstöðuna sanna mál sitt Í tilkynningu frá eigendum Ásmundarsalar segja þeir niðurstöður rannsóknar lögreglunnar á umræddu kvöldi og nefndarinnar á starfsháttum lögreglumannanna staðfesta það að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið efnislega röng. „Niðurstaðan er í samræmi við það sem við höfum bent á allt frá birtingu dagbókarfærslu lögreglu á aðfangadagsmorgun, þar sem fullyrt var að haldið hefði verið samkvæmi, of margir verið á staðnum og lögboðnum lokunartíma ekki sinnt,“ segja þeir. „Hið rétta er, líkt og fram hefur komið og staðfest er í niðurstöðu lögreglu, að ekki var um neitt samkvæmi að ræða, heldur árlegu sölusýninguna „Gleðileg jól“. Þá voru reglur um fjöldatakmarkanir ekki brotnar, enda máttu verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns umrætt sinn. Enn fremur máttu verslanir hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu, eins og víða var í miðborg Reykjavíkur. Við höfum áður gengist við því að ekki var nægilega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum listasýningarinnar. Munum við því greiða sektina og ljúka málinu, sem nú hefur verið til rannsóknar í um hálft ár, með þeim hætti.“ Lögreglan Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjarni var aldrei rannsakaður Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. 24. júní 2021 16:10 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Lögreglan átti við upptökurnar Við rannsókn nefndarinnar á störfum lögreglu umrætt kvöld var farið fram á upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna. Erfitt reyndist þó að fá þær afhentar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu: „Nefndin stóð frammi fyrir töluverðum erfiðleikum að fá afhentar myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem á vettvangi voru,“ segir í áliti nefndarinnar sem Vísir hefur undir höndum. Hún hafi óskað eftir upplýsingum frá embættinu þann 28. desember og síðar sent viðbótarbeiðni þar sem óskað var eftir upptökunum, þann 4. janúar. Gögnin bárust þó ekki fyrr en 8. febrúar og vantaði þá upptökurnar. Þær bárust ekki fyrr en eftir ítrekanir nefndarinnar þann 23. mars. Þegar nefndin fór loks yfir gögnin í byrjun apríl kom í ljós að „afmáður hafði verið hluti af hljóði upptakanna“. Nefndin óskaði þá eftir því að fá afhent eintak af upptökum, sem ekki hafði verið átt við, og fékk þær loks rúmri viku síðar. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þessi ummæli telur nefndin ámælisverð: Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Hljóðupptaka fyrri lögreglumannsins var fremur óskýr og tókst nefndinni ekki að ráða úr hvað þar fór fram en gat þó heyrt samskiptin hér að ofan á upptöku hins lögreglumannsins. Aðeins brotið á reglum um grímuskyldu Nefndin telur að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir greindi frá því í dag að eigendum Ásmundarsalar hefði verið boðið að ljúka rannsókn málsins með sektargerð vegna brots á lögum um grímuskyldu. Eigendurnir eru ekki taldir hafa brotið geng reglum um fjöldatakmarkanir eða reglum um opnunartíma. Telja niðurstöðuna sanna mál sitt Í tilkynningu frá eigendum Ásmundarsalar segja þeir niðurstöður rannsóknar lögreglunnar á umræddu kvöldi og nefndarinnar á starfsháttum lögreglumannanna staðfesta það að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið efnislega röng. „Niðurstaðan er í samræmi við það sem við höfum bent á allt frá birtingu dagbókarfærslu lögreglu á aðfangadagsmorgun, þar sem fullyrt var að haldið hefði verið samkvæmi, of margir verið á staðnum og lögboðnum lokunartíma ekki sinnt,“ segja þeir. „Hið rétta er, líkt og fram hefur komið og staðfest er í niðurstöðu lögreglu, að ekki var um neitt samkvæmi að ræða, heldur árlegu sölusýninguna „Gleðileg jól“. Þá voru reglur um fjöldatakmarkanir ekki brotnar, enda máttu verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns umrætt sinn. Enn fremur máttu verslanir hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu, eins og víða var í miðborg Reykjavíkur. Við höfum áður gengist við því að ekki var nægilega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum listasýningarinnar. Munum við því greiða sektina og ljúka málinu, sem nú hefur verið til rannsóknar í um hálft ár, með þeim hætti.“
Lögreglan Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjarni var aldrei rannsakaður Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. 24. júní 2021 16:10 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Bjarni var aldrei rannsakaður Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. 24. júní 2021 16:10
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43
Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49