Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2021 20:29 Flugvél Play ekið í gegnum heiðursvatnsbunu flugvallarslökkviliðsins við fyrstu brottför frá Leifsstöð í dag. KMU Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð: Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð:
Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13