Þórsarar vita örugglega af örlögum ÍR-inga, Stjörnumanna og Valsara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 17:00 Callum Reese Lawson og félagar í Þór fá þrjá leiki til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þeir klikkuðu í fyrstu tiltraun en eru á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórsliðið getur annan leikinn í röð tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í kvöld þegar Keflvíkingar mæta í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í fjórða leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla í körfubolta. Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum