467 daga þrautaganga á enda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 13. mars 2020 þar sem tilkynnt var um að gripið yrði til takmarkana á samkomum í fyrsta skipti í Íslandssögunni. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira