„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 13:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur. Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur.
Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11