Gáfaðasti fótboltamaðurinn sem Roy Keane hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 10:32 Cristiano Ronaldo svekkir sig í leikslok. Evrópumeistararnir duttu út í sextán liða úrslitunum. EPA-EFE/HUGO DELGADO Frábæru Evrópumóti Cristiano Ronaldo er lokið en hvorki hann né félagar hans fundu leið í markið á móti Belgum í gær. Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira