Fékk að vita hjá pabba á leiðinni heim að hún hefði getað hitt ástina í lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 12:01 Kristjana Arnarsdóttir var með myndavélina á lofti á Laugardalsvelli en hefði sjálfsagt ekki þurft að nota súmm-takkann ef hún hefði fylgt pabba sínum í viðtöl sem hann tók eftir landsleik Íslands og Spánar. S2 Sport „Ég var mjög leið. Ég missti af honum,“ sagði íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir þegar hún rifjaði upp glatað tækifæri til að hitta þáverandi ástina í lífi sínu, á Laugardalsvelli á sextán ára afmælinu sínu. Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira